Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Hæsta hlutfall kvenna í sveitastjórnum frá upphafi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hagstofan birtir frétt í tilefni kvenréttindadagsins 19. júní þess efnis að hlutfall kvenna í sveitastjórnum landsins hefði aldrei verið hærra, eða 47 prósent allra kjörinna sveitastjórnarfulltrúa.

Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu, 266 karlar og 236 konur. Hefur hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum aldrei verið hærra. Í kosningunum var 59% kjörinna fulltrúa nýkjörnir en 41% höfðu einnig verið kjörnir í kosningunum 2014.

Kosið var til 72 sveitarstjórna í sveitarstjórnarkosningunum 2018 og var kosningaþátttaka 67,6 prósent og öllu meiri meðal kvenna en karla. Eldri kjósendur skiluðu sér frekar á kjörstað en þeir yngri og þátttaka nýrra kjósenda, sem voru sökum aldurs að kjósa í fyrsta sinn, um 51,5%. Þátttaka kjósenda með erlent ríkisfang var 18%.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -