Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Fleiri í vanda vegna smá- og skyndilána

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stór hluti skjólstæðinga Umboðsmanns skuldara (UMS) á í greiðsluvanda vegna skyndi- og smálána.

Í maí sl. bárust embætti Umboðsmanns skuldara (UMS) alls 90 umsóknir um úrræði vegna fjárhagsvanda. Þar af eru 38 umsóknir um greiðsluaðlögun, 35 umsóknir um ráðgjöf og 17 umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það sem af er ári eru umsóknirnar orðnar 545 samkvæmt minnisblaði embættisins frá 1. júní.  Samkvæmt upplýsingum sem Mannlífi bárust frá UMS er stór hluti skjólstæðinga í greiðsluvanda, vegna skyndi- og smálána almennt en tekið var fram að ekki væri búið að greina hversu mörg þeirra lána beri ólögmæta vexti.

Skyndilán eða svokölluð „kaupa núna, borga seinna“ greiðsluleið er þjónusta sem hefur færst mjög í vöxt undanfarin ár en UMS skilgreinir lán sem hægt er að taka á Netinu eða í appi í símanum á skjótan hátt sem skyndilán. Embættið bendir á að oft sé þessi þjónusta auglýst sem kostnaðarlaus fyrir viðskiptavini eða vaxtalaus en að skilmálar séu ólíkir eftir þjónustuaðilum. Kostnaður geti hins vegar hlaðist upp geti viðskiptavinur ekki greitt á umsömdum tíma. Einstaklingar sem leitað hafa eftir aðstoð hafa margir hverjir verið komnir í alvarlegan vanda á mjög stuttum tíma.

Eitt af hlutverkum Umboðsmanns skuldara er að gæta hagsmuna skuldara þegar við á og taka við erindum og ábendingum skuldara um ágalla á lánastarfsemi og senda áfram til viðeigandi eftirlitsstjórnvalds. Frá 1. ágúst 2010 hefur Umboðsmanni skuldara borist 3.880 erindi, þar af voru fjögur erindi stofnuð í maí á þessu ári.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -