Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Færri Íslendingar með aðildarkort í Costco

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 53% landsmanna eru núna með aðildarkort í Costco. Mun fleiri voru með aðildarkort í fyrra.

 

Vinsældir bandarísku keðjunnar Costco virðast hafa farið dvínandi á Íslandi ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar MMR.

Útibú Costco var opnað hér á landi árið 2017. Þá leiddi könnun, sem gerð var í janúar árið 2018, að 71% landsmanna áttu aðildarkort í Costco. Niðurstöður nýrrar könnunar MMR, sem gerð var í maí á þessu ári, leiddi þá í ljós að núna eiga mun færri Íslendingar kort í Costco, eða um 53% landsmanna.

„Er nú rúmlega helmingur (53%) Íslendinga með virkt aðildarkort í Costco samanborið við 71% landsmanna í upphafi árs 2018. Á sama tíma og þeim hefur fækkað sem eru með virkt Costco aðildarkort hefur hlutfalli þeirra sem hyggjast endurnýja kortið aukist. Hyggjast nú 78% þeirra sem hafa virkt aðildarkort endurnýja kortið þegar þar að kemur samanborið við 60% í janúar 2018,“ segir meðal annars á vef MMR.

Könnunin leiddi einnig í ljós að nokkur munur var á Costco aðild eftir stjórnmálaviðhorfum. Stuðningsfólk Miðflokksins reyndist hvað líklegast til að vera með Costco aðildarkort.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -