Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Bilun í miðlægum búnaði Vodafone í morgun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðskiptavinir Vodafone gætu hafa lent í vandræðum með nettengingu í morgun. Útfall var á netbúnaði sem hafði áhrif á ýmsa þjónustu. Þetta hefur Mannlíf eftir Kjartani Briem, framkvæmdastjóra tæknisviðs Vodafone.

 

„Í morgun lentum við í útfalli á netbúnaði sem hafði áhrif á ýmsa þjónustu,“ segir Kjartani og útskýrir í hverju það fólst. „Meðal annars gætu einhverjir viðskiptavinir hafa verið netsambandslausir. Um var að ræða bilun í miðlægum búnaði.“

Aðspurður hvort þetta gæti tengst netárásum á íslenskar síður síðast liðna daga segir hann svo ekki vera. „Við erum einnig með sterkar varnir fyrir árásum og fylgjumst grannt með því, og við sjáum ekki að neitt markverkt hafi verið í gangi gagnvart vodafone.is.“ Þá segir hann vefsíðu Vodafone ekki hafa farið niður í morgun.

Vefsíða Isavia, sem birtir flugupplýsingar fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli, lá niðri í um tvo tíma vegna tölvuárása á mánudag. Samkvæmt tilkynningu Isavia er um að ræða svokallaða ddos árás. Þá er framkölluð umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda. Með þeim hætti náðu óprúttnir aðilar að gera vefsíðuna óvirka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -