„Þegar fréttist að Haukur hefði farist í loftárás Tyrkja fór ég fram á að Utanríkisráðuneytið hefði samband við ráðamenn í Tyrklandi til að fá það staðfest eða hrakið,“ skrifar Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafi látist í Sýrlandi í fyrra á Facebook síðu Vina Hauks Hilmarssonar.
Hún gefir til kynna að utanríkisráðherra hafi tekið samskipti við Tyrkland vegna landsliðs Íslands í fótbolta alvarlegar en leitina að Hauk. „Ég nefndi m.a. tyrkneska Utanríkisráðneytið og tyrkneska hermálaráðuneytið,” og bætir við; „Ég fékk þau svör að það væri „ekki hægt“, „þannig væru slík mál ekki unnin“, að allt yrði að fara „eftir diplómatískum kanölum“.”
Eva segist ítrekað reynt að ná fundi með Utanríkisráðherra Tyrklands. Það var ekki fyrr en fleiri fjölskyldumeðlimir Hauks blönduðu sér í málið sem hún fékk loksins jákvæð svör frá ráðherranum. „[Þá] var það svo skyndilega hægt. Síðar komst ég þó að því að símtal Guðlaugs Þórs við Varnarmálaráðherra var ekki að hans undirlagi, heldur hafði Rósa Björk Brynjólfsdóttir gengið í málið og séð til þess að Varnarmálaráðherra hafði samband.”
„En við skulum athuga að í því tilviki var líka bara um að ræða mannslíf. Ekki eitthvað mikilvægt eins og það að láta tyrknesk stjórnvöld vita að ráðherra vildi alls ekki að menn væru að mógða landsliðið,” skrifar Eva að lokum.