Sunnudagur 22. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Talsverður eldur í yfirgefnu einbýlishúsi í Fossvogi: Mikill reykur liggur yfir Landspítala og RÚV

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilkynnt var um eld í gömlu, yfirgefnu einbýlishúsi í Fossvogi laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Allt tiltækt lið var sent á vettvang. Slökkvistarf stendur enn yfir þar sem verið er að rífa þak hússins og slökkva í síðustu glæðunum.

RÚV greinir frá. Eldurinn var talsvert mikill þegar komið var á vettvang. Húsið er gjörónýtt og verður rifið. Árni Oddson varðstjóri stjórnaði vinnu slökkviliðs á vettvangi í nótt og segir hann húsið hafa staðið autt um nokkurt skeið. Reykkafarar fóru um allt húsið og viðbyggingu við það og fundu ekki nokkurn mann.

Húsið er gamalt bárujárnsklætt timburhús í niðurníslu. Eins og áður segir er það gjörónýtt eftir eldinn. Talið er að upptök eldsins hafi verið utan hússins við austurenda þess. Árni vildi ekki svara því hvort um íkveikju væri að ræða. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn.

Mikill reykur lagðist yfir næsta nágrenni þegar húsið brann, þar á meðal yfir Landspítalann í Fossvogi og RÚV. Á þriðja tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna voru á vettvangi þegar mest var.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -