Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í Elliðaárdal við Stíflu í gærkvöldi. Sjúkrabíll og lögregla var send á vettvang. Maðurinn reyndist vera í annarlegu ástandi sökum fíkniefna eða áfengis.
Eftir skoðun áhafnar sjúkrabifreiðar var hann handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá voru afskipti höfð af konu í Hafnarfirði í annarlegu ástandi þar sem hún stóð við bifreið í innkeyrslu að bílageymslu. Konan var handtekinn og vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Bifreið var stöðvuð í Kópavogi eftir að tilkynnt hafði verið um rásandi aksturslag bifreiðarinnar. , Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum. Þá er hann grunaður um akstur án réttinda, það er hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Fimm aðrir ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum á Höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þá var einn þeirra grunaður um vörslu fíkniefna.
Tilkynnt var um eld í húsi við Fossvogsblett kl 03:19 í nótt.