Þrátt fyrir að Brexit dagsetningunni hafi nú verið fresta fram í október, þá ríkir mikil óvissa hvernig efnahagsmál Bretlands og Evrópu munu þróast í tengslum við Brexit.
Glundroði ríkir í stjórnmálunum, en Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, hefur engan veginn náð að leiða útgönguferlið eins og hún stefndi að.
Fyrir lítið eyríki eins og Ísland, sem á mikið undir góðu og nánu efnahagssambandi við Bretland, er mikið í húfi. Nú þegar Ísland er að upplifa mikla kólnun hagkerfisins, er nauðsynlegt að styrkja sambandið við markaði Evrópu enn frekar.
Versta sviðsmyndin, ef Bretland fer úr ESB án samnings við það, lítur hins vegar ekki vel út. Gjaldeyristekjur Íslands geta farið töluvert niður við það, og innganga á önnur markaðssvæði innan álfunnar – vegna afleiddra áhrifa – gæti orðið mun erfiðari og hugsanlega ómöguleg.
Kjarninn fjallar um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.og á vef Kjarnans.