Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Andrés vill að klaustursþingmenn taki ærlegheit Báru sér til fyrirmyndar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Bára brást við eins og ærleg manneskja. Hún axlaði ábyrgð gjörða sinna og fór að úrskurði Persónuverndar,” sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður vinstri grænna, um Báru Halldórsdóttur, uppljóstrara klaustursmálsins, í störfum þingsins morgun. Þá skaut hann á klaustursþingmenn fyrir þveröfuga hegðun.

Við skulum öll muna eftir hópnum sem sat á Klaustri til að tala á ógeðslegan hátt um samstarfsfólk sitt, konur, fatlað fólk og svo framvegis,” sagði Andrés um þingmennina sem Bára tók upp á Klaustursbar undir lok síðasta ár.

„Bára brást ekki við eins og sumir hefðu gert, með því að þvæla málinu í gegnum allar mögulegar og ómögulegar lagaflækjur,” sagði Andrés og skaut að Miðflokksmönnum; „Hún reyndi ekki að afskrifa úrskurð Persónuverndar með fjarstæðukenndum samsæriskenningum, eins og við þekkjum orðið allt of mörg dæmi um.”

Þá minnti hann þingsal á að Bára hefði ekki reynt að snúa út úr niðurstöðum Persónuverndar heldur framfylgdi dómnum. „Bára tók ábyrgð. Hvað með þau?” sagði Andrés í lok ræðunnar.

Bára varð landsfræg undir lok síðasta árs eftir að hafa orðið vitni af fjögurra klukkustunda ölæði og grobbi þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Miðviku­dags­kvöldið 28. nóv­ember 2018 birtu Stund­in, DV og Kvennablaðið frétt­ir sem unn­ar eru upp úr hljóðupp­töku af sam­tali fjög­urra þing­mann­anna Miðflokks­ins; Sig­mund­ar Davíðs Guðlaugs­son­ar, Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, Bergþórs Ólason­ar og Önnu Kol­brún­ar Árna­dótt­ur, og tveggja þing­manna Flokks fólks­ins; Karls Gauta Hjalta­son­ar og Ólafs Ísleifs­son­ar. Karl Gauta og Ólaf var vikið úr Flokki fólksins. Báðir hafa nú gengið í Miðflokkinn.

Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í lok maí að Bára Halldórsdóttir hefði brotið persónuverndarlög þegar hún tók upp samtalið í Klaustri í nóvember á síðasta ári. Henni var ekki gert að greiða sekt en skyldi eyða upptökunni sem hún gerði.

Sjá einnig: Klaustursupptökur á Bárubrennu að skipan Persónuverndar: „Ég hef svosem ekkert við upptökurnar að gera.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -