Uppljóstrarinn í klaustursmálinu, Bára Halldórsdóttir, eyddi upptökum af samtali klaustursþingmanna við hátíðlega athöfn í gærkvöldi.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, deildi upptöku frá viðburðinum á Twitter. Myndbandið, sem sýnir Báru eyða upptökunni má sjá hér:
Stór stund í stjórnmálasögunni þegar Bára eyðir Klaustursupptökunum. pic.twitter.com/r2WEqkW0gt
— Andrés Ingi (@andresingi) June 4, 2019
Bára varð landsfræg undir lok síðasta árs eftir að hafa orðið vitni af fjögurra klukkustunda ölæði og grobbi þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Miðvikudagskvöldið 28. nóvember 2018 birtu Stundin, DV og Kvennablaðið fréttir sem unnar eru upp úr hljóðupptöku af samtali fjögurra þingmannanna Miðflokksins; Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, og tveggja þingmanna Flokks fólksins; Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar. Karl Gauta og Ólaf var vikið úr Flokki fólksins. Báðir hafa nú gengið í Miðflokkinn.
Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í lok maí að Bára Halldórsdóttir hefði brotið persónuverndarlög þegar hún tók upp samtalið í Klaustri í nóvember á síðasta ári. Henni var ekki gert að greiða sekt en skyldi eyða upptökunni.