Nýr þjóðarpúls Gallup sýnir litlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokkanna frá því fyrir mánuði. Þetta er þrátt fyrir annasaman mánuð á Alþingi. Um helmingur þeirra sem taka afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina.
Rúmlega 23% þeirra sem taka afstöðu segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag, tæplega 17% Samfylkinguna, ríflega 12% Vinstri græn, liðlega 11% Pírata og nær sama hlutfall Viðreisn, 10% segjast myndu kjósa Miðflokkinn, rösklega 8% Framsóknarflokkinn, nær 4% Sósíalistaflokk Íslands og rúmlega 3% Flokk fólksins.
Könnunnin er framkvæmd dagana 3. til 30. maí. THeildarúrtaksstærð var 6.125 og þátttökuhlutfall var 53,5%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,1-1,6%.
Fylgið breytist um 0,1-1,1 prósentustig milli flokka. Breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Nær 12% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og tæplega 11% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.