Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Öfgar á uppleið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðernissinnar og Græningjar styrktu stöðu sína á Evrópuþinginu en innflytjendamál og loftslagsbreytingar voru fyrirferðamikil umræðuefni í aðdraganda kosninganna. Úrslit þingkosninganna sem lauk á sunnudag sýna að fylgið hefur flust út á jaðrana til hægri og vinstri á meðan flokkar nær miðju töpuðu fylgi.

Þjóðernisfylkingar komu vel út úr kosningunum í Frakklandi og á Ítalíu, en tapa miklu fylgi á Norðurlöndunum en í Danmörku galt Danski þjóðarflokkurinn afhroð og missti þrjá af fjórum þingmönnum.

„Samkvæmt nýlegri greiningu sem Guardian fjallaði um í vikunni kemur fram að popúlistar lengst úti á vinstri- og hægri jaðrinum hafi unnið 29%, eða 218 þingsæti, í kosningunum nú.“

Fylgisaukning þjóðernispopúlistanna í AfD í Þýskalandi reyndist ekki jafnmikil og búist var við en fylgi Græningja jókst aftur á móti verulega. Frjálslyndir flokkar áttu einnig góðu gengi að fagna í mörgum aðildarríkjum.

Samkvæmt nýlegri greiningu sem Guardian fjallaði um í vikunni kemur fram að popúlistar lengst úti á vinstri- og hægri jaðrinum hafi unnið 29%, eða 218 þingsæti, í kosningunum nú. Aldrei áður hafa þessi öfl fengið betri útkomu í kosningum til Evrópuþingsins en bylgja popúlismans virðist þó ekki hafa átt eins góðu gengi að fagna og spár sögðu til um. Í kosningunum fyrir fimm árum hlutu popúlistar 24% þingsæta, bæta því við sig 5% nú. Til samanburðar áttu sömu öfl 9% þingsæta árið 2009.

Þjóðernispopúlismi virðist því enn vera að sækja í sig veðrið í álfunni en það sama gildir um mótvægi hans lengst til vinstri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -