„Ljóst er að stjórnvöld eru á rangri leið,” sagði Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, í elduhúsdagsumræðum á Alþingi og gagnrýndi getuleysi ríkisstjórnarflokkanna í heilbrigðismálum.
Hún sagðist furða sig á að Sjálfstæðisflokkurinn beygði sig undir stefnu VG í heilbrigðismálum. Þar vitnaði hún til andstöðu VG við einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og gerði biðlista í aðgerðir að umfjöllunarefni sem og skort á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. „Og það er furðulegt að sjá, sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn beygja sig fyrir stefnu Vinstri grænna í jafn mikilvægum málaflokki eins og velferðar- og heilbrigðismálin eru. “
Anna sagði það mikilvægt að uppbygging heilbrigðisþjónustu sé nauðsynleg yfir allt landið, ekki einungis á Hringbraut. Úrræði í geðheilbrigðismálum taldi hún ábótavant og að einstaklingar mættu úrræðaleysi. Þá sagði hún úrræði aldraða ekki góða en þeim hefur farið fjölgandi síðast liðinn ár.
Þá gagnrýndi hún stefnuleysi ríkisstjórnarinnar. „Stöðugildum sálfræðinga hefur verið fjölgað en það er ekki nóg, það er alls ekki nóg. Það skortir raunverulega stefnu,” sagði hún í ræðu sinni.
Ekki komið til móts við sanngjarnar kröfur lífeyrisþega
„Eftir þennan þingvetur er það því nokkuð sérstakt að ekki hafi verið komið til móts við sanngjarnar og eðlilegar kröfur lífeyrisega um bætta afkomu. Flestir ef ekki allir hér í þingsal hafa til að mynda ljáð máls á því að nú sé rétti tíminn til þess að afnema krónu á móti skerðingu því sætir það furðu að enn sé verið að skerða krónu á móti krónu. Einnig hefur það komið fram í dagsljósið að öryrkjar hafa þurft að sætta sig við ólögmætar búsetuskerðingar og það um langa hríð og mér sýnist ekki eiga að koma til móts við þá á næstu misserum vegna þess, þrátt fyrir augljóst lögbrot,“ sagði Anna í ræðu sinni.
Verðum að gera betur í heilbrigðismálum
„Við segjum gjarnan að fólk eigi að leita sér hjálpar, segjum þetta sérstaklega þegar um geðheilbrigði er um að ræða. En hvað mætir svo fólki sem virkilega reynir að fá hjálp?, ekkert annað en úrræðaleysi. Þetta er mjög vont að vita af því en svona er raunverulega staðan og stjórnvöld verða að gera betur. Vissulega hefur stöðugildum sálfræðinga við heilsugæsluna verið fjölgað en það er ekki nóg, alls ekki, það blasir við. Stjórnvöld verð að gera betur,“ segir Anna. „“