Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, gerði athugasemd við fundarstjórn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og spurði hvers vegna hann sæi ítrekað ástæðu til að stöðva mál Pírata í pontu.
Þetta gerði Halldóra eftir að Steingrímur hafði gert athugasemd við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssona, þingmanns Pírata, sem beindist til forsætisráðherra. Forseti gerði raunar athugasemd við skort á fyrirspurn er mínúta var liðin af tveggja mínútna framsögu Helga.
Steingrímur gerði síðar athugasemd við ræðu Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, og minnti Jón á að eldhúsdagsumræður væru ekki hafnar. Forseta var þannig að skjóta á þingmann fyrir pólitíska framsögu þar sem skotið var á annan flokk í stað þess að beina fyrirspurn til þingsins.