Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Ítrekar að sáttaviðræðum vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins er ekki lokið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsætisráðuneytið telur ástæður tl að ítrekað að sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinsmálsins hefur ekki lokið störfum. Tilkynningin kemur í kjölfar frétta um að ólíklegt sé að nefndin nái árangri og sátt.

Fréttablaðið sagði frá því í morgun að sáttaumleitanir Guðmundar- og Gerfinnsmálinu stefna í strand. Fjallað var um málið hér á Mannlíf.is. Sáttanefndin hefur um 600 milljónir úr að spila til sáttargreiðsla til allra þeirra sem nýlega voru sýknaðir í málinu. Guðjón Skarphéðinsson hafnaði tilboði nefndarinnar og fer fram á umtalsvert hærri upphæð.

Guðjón hefur farið fram á rúman milljarð í miskabætur auk 400 milljóna vegna missi atvinnutekna. Guðjón var árið 1980 dæmdur til tíu ára fangelsisvistar vegna manndráps af gáleysi. Hann fékk uppreist æru árið 1995. Guðjón sat í fangelsi í fjögur og hálft ár.

„Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum í dag telur forsætisráðuneytið rétt að fram komi að forsætisráðuneytið hefur ekki fengið skilagrein frá nefnd sem skipuð var til að leiða fyrir hönd stjórnvalda sáttaviðræður við fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar þann 27. september síðastliðinn í endurupptökumáli og aðstandendur þeirra. Lítur ráðuneytið því hvorki svo á að sáttaviðræðum sé formlega lokið né hlutverki setts ríkislögmanns, sem falið var að ljúka málinu annað hvort á grundvelli breiðrar sáttar eða viðræðna við hvern og einn sem sýknaðir voru eða aðstandendur þeirra,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -