Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
4.2 C
Reykjavik

Vinsældir loðfelds fara sífellt minnkandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær var tilkynnt að ítalska tískuhúsið Prada hættir að nota loðfeld frá og með næstu vor- og sumarlínu. Þetta er í takt við mörg stærstu tískuhús heims sem hafa undanfarið hætt að nota loðfeld í hönnun sína.

Sem dæmi um hönnuði og tískuhús sem er hætt að nota ekta loðfeld eru Tom Ford, Gucci, Armani, Calvin Klein, Ralph Lauren Tommy Hilfiger og Vivienne Westwood.

Prada greindi frá því á Instagram að loðfeldur yrði ekki notaður áfram í hönnun tískuhússins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og rúmlega 50 þúsund manns hafa líkað við myndina. „Takk. Þetta er risastórt skref í rétta átt fyrir dýrin,“ skrifar einn tískuunnandi í athugasemd við myndina. „Þetta er frábært. Það er engin þörf fyrir ekta loðfeld,“ skrifar annar. „Loksins! Vel gert.“

Þess má geta að verð á loðfeldi á heimsmarkaði hefur farið fallandi á undanförnum árum vegna minnkandi vinsælda. Þá var rekstarárið 2018 til dæmis afar slæmt hjá íslenskum minnkabændum.

„Þetta eru ekki léttir né einfaldir tímar fyrir minkabændur á Íslandi og eða minkabændur í öðrum löndum. Við höfum ekkert handfast um hvað muni gerast á mörkuðum næstu mánuðina en allar fréttir sem berast eru þó samhljóma um að verulega sé að draga úr framleiðslunni um allan heim. Við vitum að það þarf að gerast svo verðið á markaði hækki,“ var haft eftir Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda, í Bændablaðinu í desember.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -