Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Telja sig vita hver árásarmaðurinn er

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf fjallaði fyrr í dag um Facebook-færslu Árdísar Pétursdóttur þar sem hún lýsti árás sem eiginmaður hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, varð fyrir í vinnunni þegar viðskiptavinur veittist að honum og kallaði hann meðal annars „negra“. Destiny starfar í Krónunni.

Björn Másson, mannauðsstjóri Krónunnar, segir í samtali við Mannlíf að Destiny hafi verið boðin áfallahjálp. Spurður út í hvort hann hafi þegið hana segir hann: „Nei, ekki enn en við erum í góðu sambandi við hann og hans nánustu.”

Aðspurður hvar málið standi núna, hvort að lögregla viti hver árásarmaðurinner, segir Björn: „Mér skilst að það sé vitað hver einstaklingurinn er en málið er í höndum lögreglu og við munum að sjálfsögðu aðstoða lögreglu á allan hátt.”

Björn tekur fram að því miður hafi ekki verið hringt á lögregluna þegar atvikið átti sér stað en það hefði átt að gera. Björn segir að nú sé búið að fara aftur yfir verklagsreglurnar innanhúss og minna verslunarstjóra Krónunnar á hvernig skuli bregðast við atvikum sem þessum.

Sjá einnig: Árdís lýsir árás sem eiginmaður hennar varð fyrir: „Rasisminn lifir góðu lífi hér á landi“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -