- Auglýsing -
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að hún standi við orð sín um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins.
Þetta sagði Þórhildur Sunna í Silfrinu rétt í þessu. Hún sagði það skyldu sína sem kjörinn fulltrúa að taka þátt í lýðræðislegri umræðu og benda á það sem hefur misfarist.
Siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ummæli Þórhildar Sunnu um að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hafi misnotað endurgreiðslukerfi vegna aksturs þingmanna.
Þórhildur sagði í þættinum að hún ætli ekki að láta „sussa“ á sig þegar hún sinni skyldum sínum.