Fjallað er um stuðning Hatara við málstað Palestínu í erlendum fjölmiðlum. Hatarar veifuðu fána Palestínu þegar stig almennings til Íslands voru tilkynnt.
Ísland nýtti sviðljós Eurovision til að mótmæla hernámi Ísrael í Palestínu. Segir breska blaðið Metro.
Express segir áhorfendur keppninnar hafa verið afar ósátta við uppátæki. Púað hafi verið á Hatara og skipt yfir á kynna. Þá vitna Express í Gaham Norton lýsandi keppninnar fyrir BBC sem sagði atvikið ekki hafa heillað áhorfendur í salnum.
Press Association segir að hugsanlega verði Íslandi refsað fyrir uppátækið.
Í tilkynningu frá skipuleggjendum Eurovision segir að afleiðingar gjörða Hatara verði ræddar af framkvæmdastjórn keppninnar. Pólitískar yfirlýsingar séu óheimilar samkvæmt reglum keppninnar.
PACBI, samtök sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael á sviði menningar og fræða gagnrýndu Hatara fyrir sýndarmennsku í stað þess að sniðganga keppnina.
Palestinian civil society overwhelmingly rejects fig-leaf gestures of solidarity from international artists crossing our peaceful picket line #Hatari #BoycottEurovision2019 #ESC2019 #Eurovision2019 #esf19 #EurovisionSongContest #DareToDreamTogether #DareToDream #Eurovision pic.twitter.com/IP5MaTfQrQ
— PACBI (@PACBI) May 18, 2019