Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Fólk á Íslandi hatar múslima það mikið að það gæti framið voðaverk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nazima Kristín Tamimi er íslenskur múslimi sem hefur alist upp við það að fjölskylda hennar verði fyrir barðinu á hatursumræðu. Hún óttast að umræðan sé að harðna og að næsta Christchurch-árás gæti þess vegna verið framin af Íslendingi.

Þetta segir Nazima Kristín í forsíðuviðtali Mannlífs sem kom út í gær.

Nazima segist ekki neita því að það hvað andúðin á múslimum og umræða um hana er orðin almennari og opnari óttist hún að það geti leitt til ofsókna gegn múslimum á Íslandi.

„Við höfum verið að sjá það, eins og til dæmis eftir árásina í Nýja-Sjálandi, að fólk er ekkert að fela hatrið,“ segir hún. „Ég er auðvitað orðin vön því að sjá hvað fólk lætur út úr sér á Netinu en ég hugsaði alltaf að það myndi aldrei ganga svo langt að múslimar hér yrðu ofsóttir. Ummælin við fréttir af árásinni í Christchurch voru hins vegar svo svakaleg að ég fylltist sorg og ótta. Þar sást að við erum í raun og veru komin á þann stað að fólk hér hatar múslima það mikið að það gæti framið svona verknað. Það var hræðilegt að sjá menn fagna þessu ódæði í kommentum við frétt á Vísi og ég hugsaði með mér að einhver af þessum mönnum gæti eftir nokkur ár allt eins orðið eins og maðurinn sem framdi árásina.“

Hefurðu einhvern tímann óttast um eigið líf á Íslandi vegna þess að þú ert múslimi?

„Nei, ég hef reyndar aldrei verið hrædd hérna heima,“ viðurkennir Nazima. „Og ég er mjög þakklát fyrir það. Ég held að hluti af ástæðunni sé að múslimar á Íslandi eru stór hópur, um 2.000 manns, og kannski á uppeldi mitt sinn þátt í því að ég er ekki hrædd. Pabbi hefur alltaf hamrað það inn í okkur að vera stolt af uppruna okkar og trú og þar að auki er ég með gott net í kringum mig þannig að ég hef aldrei óttast það.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -