Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Hlutfall kvenna í stjórn fyrirtækja aldrei verið hærra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvenkyns stjórnarmenn stærri fyrirtækja hafa aldrei verið fleiri samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands. Árið 2018 voru konur 33,5% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 launþega eða fleiri. Það er í fyrsta sinn sem það hlutfall mælist hærra en þriðjungur.

Til samanburðar var hlutfall kvenna í stjórnum stórra fyrirtækja 12,7% árið 2007 og 9,5% árið 1999. Fyrra hámarkið náðist 2014 en þá var hlutfallið 33,2%.

Lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja voru samþykkt árið 2010 og tóku fullu gildi í september 2013. Þá skyldu hlutfall hvors kyns vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn.

Tölur um fjölda stjórnarmanna, stjórnarformanna og framkvæmdastjóra eru birtar eftir kyni og aldri, atvinnugrein og stærð fyrirtækis. Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra hækkar lítillega milli ára. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var 24,1% í lok árs 2018.

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 launþega stendur nánast í stað milli ára. Í lok árs 2018 voru konur 26,2% stjórnarmanna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá. Þá hefur hlutfallið farið hækkandi frá aldamótum. Á árunum 1999 til 2006 var hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á bilinu 21,3% til 22,3%. Hlutfallið hækkaði svo í 25,5% árið 2014 og hefur verið um 26% síðustu fjögur ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -