Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Frumvarp um þungunarrof samþykkt á Alþingi með yfirgnæfandi meirihluta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frumvarp um þungunarrof var samþykkt í atkvæðagreiðslu á Alþingi rétt í þessu. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.

40 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 18 gegn. Þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði. Klappað var á áhorfendapöllum þingsalsins eftir að ljóst var að frumvarpið hefði verið samþykkt.

Frumvarpið hefur mætt mikillar andstöðu í þinginu og verið nokkuð umdeilt. Andstæðingar frumvarpsins lögðu fram dagskrárbreytingu í þinginu fyrr í dag. Markmið þeirrar breytingar var að fresta atkvæðagreiðslu um frumvarpið en hún var felld.

Með samþykkt frumvarpsins er ákvörðun um eyðingu fósturs alfarið á forsendum kvenna sem óska eftir að enda þungun fyrstu 22. vikur meðgöngu. Í gildandi lögum er þungunarrof heimil fram að 22. viku með samþykki nefndar hjá landlækni.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði viljað ganga lengra en gert er í frumvarpinu og heimila þungunarrof án tímamarka. Þetta kom fram í ræðu Katrínar fyrir atkvæðagreiðsluna. Forsætisráðherra sagði að með frumvarpinu sé farinn millivegur ólíkra sjónarmiða.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið mikilvægt en viðkvæmt. Hann greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Í þinginu sagðist hann hafa vonað að þingið tæki sér betri tíma til að fara yfir málið. Bjarni sagði svarið við gagnrýni og álitamálum alltaf hafa verið kvenfrelsi. Hann teldi kvenfrelsi mikilvægt en það trompi ekki öll álitamál.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -