Dramatískir atburðir hjá flugrisanum Boeing, sem hafa leitt til kyrrsetningar á Max vélum félagsins, hafa leitt til erfiðleika á Íslandi. Aðstandendur þeirra 346 sem létust í tveimur flugslysum með fimm mánaða tímabili bíða svara um hvaða það var, sem leiddi til þess að 737 Max vélar frá Boeing toguðust til jarðar.
Mörg flugfélög sitja uppi með mikla erfiðleika vegna kyrrsetningar. Þar á meðal er Icelandair. Vegna umfangs ferðaþjónustunnar á Íslandi, getur vandinn bitnað verulega á ferðaþjónustunni, sem nú glímir við kólnun en ekki vaxtarverki eins og áður.
Leynimakk Boeing, þegar gallar í vélunum komu upp á yfirborðið, hefur leitt til mikilla vandamála fyrir félagið, en bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú hvort félagið hafi með óeðlilegum hætti, leynt göllunum til að tefja ekki fyrir framleiðslu félagsins.
Hægt er að lesa ítarlega fréttaskýringu um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.