Hrefna Rósa Sætran hefur verið í sviðsljósinu frá því hún var rúmlega tvítug sem sjónvarpskokkur, veitingahúsaeigandi og höfundur matreiðslubóka. Hún fékk óbilandi áhuga á matargerð strax í æsku og var orðin annar eigenda Fiskmarkaðarins 27 ára gömul. Hún segist að eðlisfari vera jákvæð manneskja sem ekki dvelji við óhöpp og sorgir en endalok Skelfiskmarkaðarins og aðdragandi þeirra hafi þó vissulega tekið mikið á.
Hrefna Rósa prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Mannlífs sem kemur út í fyrramálið. Í einlægu viðtali segir hún meðal annars frá lokun Skelfiskmarkaðarins, að það hafi verið mikið áfall.
„Það voru auðvitað margar ástæður fyrir því að hann gekk ekki,“ segir hún. „Matareitrunin var stærsta ástæðan og ýmislegt annað sem við höfðum ekki stjórn á.“
Eigendur Skelfiskmarkaðarins voru fimm og segir Hrefna að þau eigi sameiginlegt að vera jákvæð að eðlisfari. „Við höfum alltaf verið dálítið sólarmegin í lífinu og það er auðvitað öðruvísi samstarf þegar allt gengur vel heldur en þegar hlutirnir verða erfiðir.“
Lestu viðtalið við Hrefnu í heild sinni í Mannlífi sem kemur út á morgun.
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi