Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Hús íslenskunnar loksins klárað rúmum áratug eftir loforð um fjármagn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gengið verður að tilboði í byggingu Húss íslenskunnar sem rísa á við Arngrímsgötu. Útlit er því fyrir að verkefnið verði nú loks klárað 14 árum eftir að þingið samþykkti byggingu þess.

Árið 2005 ákvað Alþingi framlag til byggingu hússins. Niðurstaða hönnunarsamkeppni var kynnt í ágúst árið 2008. Árið 2013 tók þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, og nú forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir fyrstu skóflustunguna á lóðinni við Arngrímsgötu 5 og var síðar ráðist í jarðvinnu vegna verkefnisins. „Á árunum 2016-2018 fór síðan fram ítarleg endurskoðun og rýni á hönnun hússins með það fyrir augum að ná fram hagkvæmni í byggingu og rekstri,“ segir í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.

„Það er fagnaðarefni að framkvæmdir við Hús íslenskunnar séu að hefjast. Þetta er löngu tímabært að verðugt hús sé reist til að varðveita handritin okkar. Þau eru einar merkustu gersemar þjóðarinnar og geyma sagnaarf sem ekki aðeins er dýrmætur fyrir okkur heldur hluti af bókmenntasögu heimsins. Nú er heppilegur tími fyrir opinberar framkvæmdir í ljósi þess að hagkerfið er að kólna,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Bréfbátur úr dagblaði var settur á flot á drullupolli í grunninum að Húsi íslenskunnar.

Á ársfundi Árnastofnunar árið 2016 tók Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, af um öll tvímæli varðandi byggingu hússins. Um 200 manns mættu á fundinn en að honum loknum gengu gestir að grunni hússins sem þá hafði enn ekki risið og fleyttu bréfbátúr dagblaði í drullupolli grunnsins. „Siglingin er tákn um að nú sé kominn skriður á þau áform að reisa myndarlegt hús yfir íslenska tungu og dýrgripi sem skrifaðir hafa verið á því máli frá upphafi ritald,“ segir á vef Árnastofnunar frá þeim fundi.

Hús íslenskunnar mun þjóna fjölbreyttum tilgangi og verður um leið mjög táknræn bygging fyrir mikilvægi tungumálsins fyrir okkur öll,“ segir mennta- og menningarmálaráðherra. Handritin eru í umsjón Stofnunar Árna Magnússonar sem hafa mun aðstöðu í húsinu ásamt Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Í byggingunni verða sérhönnuð rými fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á skinnhandritum auk vinnustofa fyrir kennara og fræðimenn, lesrými, fyrirlestra- og kennslusalir, bókasafn og kaffihús. Húsið verður á þremur hæðum auk kjallara undir hluta þess, heildarflatarmál þess er tæpir 6.500 m2.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -