- Auglýsing -
Um seinustu helgi fór Reykjavík Crossfit Championship fram í báðum Laugardalshöllum og í hlíðum Esjunnar. Um 120 keppendur sem komu frá 17 löndum tóku þátt í keppninni og má þar nefna Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríði Erlu Helgadóttur. Evert Víglundsson var einn af skipuleggjendum keppninnar og við fengum hann til að segja okkur frá nokkrum staðreyndum í lífi sínu.
- Ég er uppalinn á Húsavík og bjó þar til tvítugs.
- Ég byrjaði að safna gráu hári um 18 ára aldur.
- Ég er faglærður framreiðslumaður og vann sem slíkur í um fimmtán ár, þar af tólf á Hótel Sögu og eitt í Noregi.
- Ég ferðaðist um Frakkland í fjóra mánuði 1995 og vann sem farandverkamaður á vínekrum
- Ég hef aldrei horft á íslenska Biggest Loser og finnst einstaklega óþægilegt að sjá sjálfan mig í sjónvarpi.