Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Katrín og Sturgeon funda um Brexit, norðurslóðamál og tengsl Skotlands og Norðurlanda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsætisráðherra Íslands og fyrsti ráðherra Skotlands munu funda í Edinborg í dag. BBC greinir frá fundinum og segir líklegt að Katrín Jakobsdóttir og Nicola Sturgeon muni ræða norðurslóðamálefni skosku ríkisstjórnarinnar, Brexit og tengsl Skotlands við Norðurlöndin.

Bæði Katrín og Sturgeon eru staddar á fundi Wellbeing Economy Governments goup sem er hluti af OECD World Forum. Sturgeon segir margt aðdáunarvert við Ísland og þá sérstaklega launajafnrétti kynjanna og sterk jafnréttislöggjöf á vinnumarkaði.

Þess má geta að fyrsti ráðherra Skotlands lýsti á sínum tíma yfir stuðning með landsliði Íslands í fótbolta. Sturgeon dró Ísland í vinnustaðaleik vegna heimsmeistaramóts karla í fótbolta. Skoska landsliðið hefur ekki verið á mótinu síðan 1998.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -