Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

Kostnaður við þjálfun áhafna Icelandair óljós

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kostnaður vegna þjálfunar starfsfólks Icelandair í tengslum við leiguvélar félagsins liggur ekki enn fyrir.

Áætlað er að sautján flugmenn Icelandair þurfi að fara í flughermi í byrjun maí vegna vegna flugvéla sem félagið hefur tekið á leigu vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX véla félagsins. Námskeið fyrir flugáhafnir, um 50 manns, er þegar hafið. Alls eru þetta tæplega 70 manns. Kostnaður vegna þjálfunar starfsfólksins liggur ekki enn fyrir, en Icelandair útvegar kennslustofur og mun eigandi vélanna sjálfur sjá um þjálfun. Þetta kemur fram í skriflegu svari Icelandair til Mannlífs þegar ritstjórn spurðist fyrir um þjálfun starfsfólksins vegna þriggja véla sem félagið tók á leigu í kjölfars kyrrsetningar Boeing 737 MAX véla.

Eins og kunnugt er kyrrsetti félagið, líkt og flugfélög víða um heim, allar Boeing 737 MAX  vélar sínar eftir að í ljós kom að galli í hugbúnaði þeirra var orsakavaldur tveggja mannskæðra flugslysa. Í kjölfarið gekk félagið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem tilkynnt var um þann 1. apríl síðastliðinn og 10. apríl gekk félagið frá leigu á þriðju vélinni en hún er af gerðinni Boeing 757-200 og er 184 sæta. Hún verður í rekstri frá 15. maí fram í lok september 2019. Eru þetta vélarnar sem nú er verið að þjálfa starfsfólk Icelandair fyrir.

„Við fylgjumst vel með gangi mála og allar ákvarðanir verða teknar í samráði við flugyfirvöl, þar á meðal hvenær vélarnar verða teknar í notkun.“

 

Þegar ritstjórn falaðist eftir því að fá að vita hversu mikill kostnaður væri áætlaður vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvéla félagsins, var svar Icelandair eftirfarandi: „Fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar eru óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggur fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fæst bættur frá framleiðanda.“

Þegar ritsjórn spurði hvenær Boeing 737 MAX flugvélar félagsins kæmu til með að verða teknar aftur í notkun, var svarið að uppfærð flugáætlun Icelandair miði enn við að Boeing 737 MAX flugvélar félagsins verði kyrrsettar til 16. júní n.k. „Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hefur verið til með því að bæta leiguvélum við flota félagsins hefur tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega,“ segir í svarinu. „Við fylgjumst vel með gangi mála og allar ákvarðanir verða teknar í samráði við flugyfirvöld, þar á meðal hvenær vélarnar verða teknar í notkun.“

Rúmur mánuður er liðinn frá því að Boeing 737 MAX þoturnar voru kyrrsettar. Hefur kyrrsetningin haft víðtæk áhrif á rekstur margra flugfélaga, þ.m.t. Icelandair.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -