Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Ástæður þess að WOW söfnun hluthafa.com helst opin þrátt fyrir kröfur FME um lokun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi krafist þess á dögunum að WOW söfnun hluthafi.com loki er söfnunarsíðan enn opin. Formi söfnunarinnar er breytt til að hún standist kröfur um rétta upplýsingagjöf. Ekki er lengur gefið til kynna að um almennt útboð sé að ræða og því ekki gefið til kynna að fjárfestar njóti verndar sem við á í almennu útboði verðbréfa. Fjármálaeftirlitið vekur þó athygli á að almennir fjárfestar njóta ekki sömu verndar vegna kaupa í einkahlutafélagi og þegar þeir taka þátt í almennu útboði.

 

Sjá einnig: „Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur WOW“

„Á síðunni kemur fram að óskað sé eftir hlutafjárloforði a.m.k. tíu til tuttugu þúsund hluthafa í þeim tilgangi að endurreisa flugfélagið WOW eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag.“ segir í tilkynningu eftirlitsins. Upplýsingar á vef hluthafi.com gáfu upphaflega til kynna að um væri að ræða „almennt útboð verðbréfa“ en slík starfsemi fellur undi lög um verðbréfaviðskipti. „Með almennu útboði er átt við hvers konar boð til almennings um kaup á verðbréfum. Áður en farið er í almennt útboð verðbréfa þarf að gefa út lýsingu í samræmi við 1. mgr. 44. gr. laga um verðbréfaviðskipti,“ segir í tlkynningunni eftirlitsins.

Ástæða þess að söfnunin er þó enn uppi og ekki er gerð krafa um lokun hennar er að forsvarsmenn hennar hafa nú breytt formi söfnunarinnar. Söfnunin er nú kynnt sem sala á hlutaskírteinum í einkahlutafélagi. Slík sala fer ekki eftir sömu reglum og kaupendur njóta minni verndar en í almennu útboði. Þátttakendur geta nú metið áhættuna með bættri upplýsinggjöf og vitneskju um að vernd er minni en áður var gefið út.

Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipta þarf að gefa út lýsingu áður en farið er í það sem kallað er almennt útboð verðbréfa. Þær lýsingar eru staðfestar af Fjármálaeftirlitinu sem gengur úr skugga um að útboðið uppfylli körfur um form og efni þeirra. Þar á meðal eru kröfur um að fjárfestar hafi allar nauðsynlegar upplýsingar um útgefandann og verðbréfin. Það þýðir hverjir eru ábyrgir aðilar útboðsins, fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um verðbréfin sem á að bjóða og skilyrði fyrir útboðinu.

Um leið hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með útboðinu og getur beitt sér ef rökstuddur grunur er um að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. Beita má stjórnvalssektum og eftirlitið getur kært brot til lögreglu. Að lokum má benda á að umsjón með almennu útboði verðbréfa er starfsleyfisskyld starfssemi og einungis heimil lögaðilum sem hlotið hafa til þess leyfi frá Fjármálaeftirlitinu samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

- Auglýsing -

Í tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu vegna málsins er sérstök athygli þeirra sem áhuga hafa á að taka þátt í söfnun líkt og hluthafi.com að þeir sem slíkt gera teljast almennir fjárfestar og njóta ekki sömu verndar og þeir sem taka þátt í almennu hlutafjárútboði.

Forsvarsmenn hluthafa.com gáfu sér upphaflega 90 daga til að safna vilyrðum. 86 dagar eru nú til stefnu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -