Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Það versta að baki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýliðinn marsmánuður var sá svartasti á vinnumarkaði frá því eftir hrun en þá fengu alls 1.600 manns uppsagnarbréf í hendur.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.

Þar stendur fimmtudagurinn 28. mars upp úr þar sem yfir vel yfir 1.000 manns misstu vinnuna einn og sama daginn sem er einsdæmi í Íslandssögunni. Þar munar að mestu um gjaldþrot WOW air en einnig voru hópuppsagnir hjá fyrirtækjum eins og Airport Associates, Lyfju, Pipar/TBWA og Kynnisferðum.

„Við höfum á tilfinningunni að þetta hafi verið eitt stórt högg nú í mars og að staðan sé ekki eins alvarleg og svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir.“

Í lok mars voru um 6.900 manns á atvinnuleysisskrá og telur Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, að sú tala eigi eftir að hækka eitthvað í apríl. Það væri óvenjulegt í venjulegu árferði þar sem atvinnuleysi minnkar alla jafna milli mars og apríl. Hann vonast þó til að það versta sé yfirstaðið.

„Okkur heyrist að það sé tiltölulega gott hljóð varðandi sumarið, bæði í byggingariðnaði og ferðaþjónustu nú þegar önnur flugfélög eru farin að fylla í skarðið sem WOW skildi eftir sig. Við höfum á tilfinningunni að þetta hafi verið eitt stórt högg nú í mars og að staðan sé ekki eins alvarleg og svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Það mun svo skýrast í lok mánaðar hvort það verði einhverjar hópuppsagnir í apríl en við höfum enn sem komið er ekki heyrt af neinu slíku.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -