Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Hundruð starfsmanna WOW í óvissu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 700 starfsmenn WOW skráðu sig hjá Vinnumálastofnun nú um síðustu mánaðamót, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofunun. Einhverjir þeirra eru þó þegar komnir í nýtt starf og farnir af lista. En fyrir marga er þó ekki hlaupið að því að fara í nýtt starf og á það ekki síst við um sérhæfðara starfsfólk, til að mynda flugmenn.

Flugmenn í föstu starfi hjá WOW air voru 188 talsins þegar félagið var lýst gjaldþrota. Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins, segir að þessi hópur sé í þröngri stöðu. Fáir möguleikar séu í boði hérlendis og er það einna helst í Asíu sem eitthvað er að hafa. „Það er ekkert í Ameríku og Evrópa er nánast mettuð því þar er búið að ráða fyrir sumarið, það er kannski eitt og eitt starf í boði.“

Vignir bendir á að umsóknarferlið sé bæði langt og strangt og því geti liðið einhver tími þar til umræddir einstaklingar byrja að fljúga á ný. Þá sé það heldur engin óskastaða fyrir flugmenn að þurfa að leita út fyrir landsteinana eftir vinnu. „Menn gera það af illri nauðsyn því menn þurfa annaðhvort að leggja land undir fót í formi túra eða flytja búferlum með fjölskylduna. Menn réðu sig til WOW air einmitt upp á öryggið – voru að sækja í stöðugleika en svo var því bara kippt undan mönnum á einni nóttu,“ segir Vignir.

Flugfreyjustarfið hefur löngum verið aðlaðandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt rannsókn sem var gerð árið 2017 starfaði 61 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27 til 43 ára, sem völdu sér annað starf en hjúkrun, við flugfreyjustörf. Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur verið viðvarandi á Landspítalanum og var talað um eftir fall WOW að fjöldi flugfreyja þar gæti gengið í störf á spítalanum.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir hins vegar að staða WOW hafi ekki haft nein sérstök áhrif umfram fyrirspurnir eða einstaka ráðningar. Gæti það stafað af því að hjúkrunarfræðingar hafi frekar valist til starfa hjá Icelandair en WOW. „Við vitum ekki hversu margir starfa hjá Icelandair né hversu margir störfuðu hjá WOW. Okkur vantar hins vegar ríflega 100 hjúkrunarfræðinga svo við gerðum ekki ráð fyrir neinni meiriháttar breytingu. En við fögnum öllum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -