Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Fyrirtæki orðin algeng skotmörk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tölvuglæpir og nettengd afbrot af margvíslegu tagi hafa færst mjög í aukana undnafarin ár. Valdimar Óskarsson, sérfræðingur í tölvuöryggi, segir marga netglæpi beinast að fyritækjum.

„Ég myndi telja að við séum að sjá fleiri glæpi sem er beint að fyrirtækjum, þ.e. þar sem fyrirtækin eru skotmörk. Óprúttnir aðilar komast inn fyrir varnir, fylgjast með daglegri vinnslu áður en þeir slá til. Svona aðilar sjá til þess að aðgerðir þeirra séu illrekjanlegar,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis, sem sérhæfir sig í tölvuöryggi í samtali við Mannlíf.

Aðspurður um hverjir séu líklegastir til að falla fyrir svikum á Netinu, þ.e. hvort einhverjir ákveðnir markhópar séu til fyrir slíka tölvuþrjóta segi Valdimar að það fari eftir eðli tölvuglæpsins. „Dulkóðun gagna þar sem greiða þarf gjald til að fá gögnin aftur er oft beint að einstaklingum en getur einnig haft áhrif á fyrirtæki.

Svokölluð framkvæmdastjóra- eða fjármálastjórasvik er oftast beint að fyrirtækjum og þau eru skipulögð. Þeim er hægt að verjast, að hluta til með betri auðkenningu og verklagi en það eru til ýmsar aðferðir til að blekkja starfsfólk þar sem óværu er komið í tölvu notanda og óprúttinn aðili nær yfirráðum tölvunnar,“ segir hann.

Valdimar leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa góðar atburðaskráningar (e. logga) til að geta rannsakað atvik sem koma upp. „Og geta fullvissað sig um að ekki séu aðrar tölvur smitaðar sömu óværu þar sem óprúttni aðilinn bíður færis á að slá til aftur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -