Miðvikudagur 25. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Afar misvísandi fréttir af stöðu WOW

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn er unnið að því að halda lífi í WOW air sem barist hefur í bökkum svo mánuðum skiptir. Bandaríska félagið Indigo er sagt komið aftur í spilið en fréttir af björgunarleiðangrinum hafa verið afar misvísandi.

Þeir kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútgáfu WOW í haust tóku yfir félagið í gær eftir kröfunum var breytt í hlutafé. Þar með missti Skúli yfirráð sín yfir félaginu en eins og turisti.is bendir á fer tvennum sögum af því hvernig það kom til. Annars vegar er haft eftir Skúla að kröfuhafarnir hafi samþykkt breytinguna en hins vegar hafi mbl.is sagt að kröfuhafarnir hafi ákveðið að taka félagið yfir.

Í viðtali við RÚV í gær var rætt við Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóra Airport Associates sem er einn af kröfuhöfunum 40.  Sagði hann að fyrirtækið væri komið í rekstrarhæft ástand, að framtíðarhorfur þess væru mjög bjartar og var ekki annað að heyra en að skuldirnar hafi verið þurrkaðar út.

Það er þó ekki alveg svo. Ekkert hefur komið fram um að Isavia sé tilbúið til að slá af 2 milljarða króna skuld WOW við félagið og í raun ólíklegt að svo fari, í ljósi þeirra fordæma sem það myndi setja. Þá segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður sem fer fyrir hópi kröfuhafa, í viðtali við turisti.is að ekki hafi allir samþykkt að breyta skuldum í hlutafé. Segir lögmaðurinn að í hópnum séu aðilar sem séu því mótfallnir. Þeirra á meðal eru eigendur þeirra flugvéla sem WOW leigir.

Markaðurinn, viðskiptarit Fréttablaðsins, svipti í morgun hulunni af áætlun um endurskipulagningu á rekstri WOW sem forsvarsmenn og ráðgjafar WOW hafa verið að kynna fjárfestum. Ekki er hægt að segja annað en að sú áætlun geri ráð fyrir ævintýralegum viðsnúningi. Svipaðan tón mátti raunar greina í áætlunum sem voru kynntar fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboðið í haust en eins og Mannlíf greindi fyrst frá íhuga kröfuhafar að leita réttar síns þar sem þeir telja að áætlanirnar hafi gefið ranga mynd af stöðu fyrirtækisins.

Samkvæmt núgildandi áætlunum er gert ráð fyrir algjörum viðsnúningi í rekstri WOW á næsta ári. Að lausafjárstaðan verði orðin jákvæð um 9 milljónir dollara samanborið við neikvæða stöðu upp á 11 milljónir dollara eins og nú er. Raunar er búist við að staðan verði orðin neikvæð um 45 milljónir króna um mitt þetta ár, segir í Markaðinum.

Þá er gert ráð fyrir 8,7 milljarða króna rekstrarhagnaði í árslok 2021 og að flugvélar í flota félagsins verði orðnar 16 talsins. Vélarnar voru 11 í lok árs í fyrra.

- Auglýsing -

Þá greindi Markaðurinn frá því að Indigo Partners væri komið aftur að samningaborðinu eftir að hafa slitið viðræðum um kaup á WOW á dögunum. Láti Indigo slag standa, og WOW stendur af sér storminn, er stefnan að reka „harða lággjaldastefnu“. Það væri vissulega hvalreki fyrir neytendur en myndi um leið koma illa við Icelandair. Ekki bara hafa hlutabréf í Icelandair farið ört lækkandi samhliða miklu rekstrartapi heldur hafa vandræði Boeing MAX 737 vélanna sett fyrirtækið í afar erfiða stöðu. Þær vélar hafa verið kyrrsettar og alls óvíst hvenær þær hefja sig aftur til flugs. Nú þegar hefur Icelandair hætt við flug til Cleveland og Halifax vegna þessa.

Nýjasta atvikið í Orlando í gær er ekki til þess að auka traust á öryggi vélanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -