Laugardagur 18. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Dómnefnd taldi verkefnið Lokbrá skara fram úr

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verkefnið Lokbrá, hugbúnaður sem vaktar svefnvenjur, var verðlaunað á norrænu heilsuhakkaþoni um helgina.

Norrænt heilsuhakkaþon var haldið í HR um helgina, Þar kepptust teymi frá fjölmörgum löndum við að vinna úr gögnum um heilsu, heilsufar og félagslega stöðu með það að markmiði að þróa tæknilausnir sem miða að því að auka lífsgæði og velferð notenda. Metfjöldi liða og einstaklinga óskaði eftir þátttöku en um 70 þátttakendur voru valdir til keppni.

Á sunnudag var svo 21 verkefni kynnt fyrir sérstakri dómnefnd og þau bestu verðlaunuð. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, veitti því verkefni sem best þótti stuðla að aukinni félagslegri velferð verðlaun fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins.

Dómnefnd taldi verkefnið Lokbrá skara fram úr. Þar er um að ræða hugbúnað sem vaktar svefnvenjur fólks og gerir það verkum að hægt er að bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis. Hugmyndin er að hægt verði að tengja Lokbrá við snjallsíma eða snjallúr.

Ráðherra sagði ljóst að nýsköpun muni þegar til framtíðar er litið gegna afar mikilvægu hlutverki í öflugri velferðarþjónustu. „Það er virkilega gaman að sjá þá hugmyndaauðgi og metnaðarfullu sýn sem fram kom í keppninni. Við þurfum að vera vakandi fyrir því að styðja við nýjar hugmyndir og tæknilausnir því þær geta orðið til þess að auka lífsgæði okkar allra.“

Mynd / Vefur Stjórnarráðs Íslands

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -