Í Mannlífi sem kom út á föstudaginn var rætt við Eirík Brynjólfsson, manninn sem greindist fyrstur Íslendinga með mislinga í febrúar.
Í viðtalinu lýsir Eiríkur líðan sinni eftir að hann smitaðist. „Ég tók fyrst eftir þessu á höndunum á mér, fann að ég var orðinn ansi veikur, enda treysti ég mér ekki lengur til þess að fara út úr húsi. Daginn eftir var ég svo orðinn enn veikari og útbrotin farin að færast í aukan og þá hætti mér nú aðeins að lítast á blikuna.
….treysti ég mér ekki lengur til þess að fara út úr húsi.
Mér fannst ég satt best að segja vera alveg að drepast, var mjög slæmur í maganum og staulaðist á salernið, en lenti svo bölvuðu basli með að komast aftur til baka inn í rúm. Þannig að ég var orðinn mjög máttlaus og með blússandi hita enda mældist ég með fjörutíu og eins stigs hita sem er víst ansi mikið fyrir fullorðinn mann.“
Hann bætir við: „Þar sem það er ekki til nein lækning þá fékk ég engin lyf á sjúkrahúsinu en ég var með vökva í æð vegna þess að líkaminn var gjörsamlega uppþornaður. Það voru alveg einhverjir lítrar sem þurfti að dæla í mig og svo þurfti ég reglulega að væta munninn því annars lá tungan þarna skrælnuð við góminn á mér. Þetta var mjög skrítin reynsla.“
Lestu viðtalið í heild sinni hérna.