Föstudagur 17. janúar, 2025
-2.8 C
Reykjavik

Fór ekki leynt með vandlætingu sína

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hverju tölublaði tiltekur Mannlíf þá aðila sem átt hafa góða viku og slæma viku. Að þessu sinni eru það Aron Einar Gunnarsson og Ólafur Ísleifsson sem eru hinir útnefndu.

Góð vika

Aron Einar Gunnarsson

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson tilkynnti í vikunni að hann væri búinn að skrifa undir samning við Al-Arabi í Katar, lið Heimis Hallgrímssonar. Vissulega munu aðdáendur enska boltans sakna þess að sjá Aron Einar spila á meðal þeirra bestu en fyrir Aron er þetta rökrétt skref. Ekki bara gefa samningar í Mið-Austurlöndum vel í aðra hönd heldur mun álagið léttast til muna. Aron hefur sjálfur sagt að löng vera í ensku B-deildinni hafi tekið mikið á skrokkinn og með þessum vistaskiptum ætti hann að geta framlengt landsliðsferilinn. Svo er bara að vona að Aron toppi góða viku með stórleikjum gegn Andorra og Frakklandi.

Slæm vika

Ólafur Ísleifsson

Í Klaustursupptökunum frægu mátti heyra Ólaf Ísleifsson segja að það væri „augljós markaður“ fyrir rasísk sjónarmið á Suðurlandi og ef marka má málflutning Ólafs í vikunni hefur þessi nýjasti liðsmaður Miðflokksins augastað á forystusæti í því kjördæmi. Ólafur fór ekki leynt með vandlætingu sína á mótmælum hælisleitenda á Austurvelli og sagði að það ætti að „senda þetta fólk úr landi med det samme“. Hann tók þessa stemningu með sér inn á Alþingi þar sem hann fann mótmælendum, þjóðkirkjunni og Reykjavíkurborg allt til foráttu en fékk einungis fuss og svei til baka frá kollegum sínum á þingi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -