Undanfarið hafa nokkrar konur deilt reynslusögum sínum af forritun undir myllumerkinu #stelpurforrita.
Á þriðjudaginn mun Ada – hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ halda pallborðsumræður undir yfirskriftinni Af hverju halda stelpur að þær geti ekki forritað?.
Pallborðsumræðurnar verða haldnar á þriðjudaginn 26. mars kl 18:00 – 19:00 í Veröld – Húsi Vigdísar Finnbogadóttur stofu VHV-023.
„Við munum leitast við að svara spurningunni ásamt því að ræða stöðu kvenna í upplýsingatækni. Við viljum vita hvaðan þessi hugsunarháttur kemur, hvaða áhrif hann hefur og hvað við getum gert til þess að breyta honum,“ segir meðal annars í lýsingu um viðburðinn.
Síðan pallborðsumræðurnar voru auglýstar hefur hópur kvenna birt reynslusögur sínar undir yfirskriftinni #stelpurforrita.
Ég vinn sem full stack developer og er þreytt á því að einhverjir typpaostar gefi í skyn að ég hafi verið ráðin til að fylla upp í kynjakvóta #stelpurforrita
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) March 21, 2019
ég nam tölvunarstærðfræði því mér fannst það áhugavert viðfangsefni, mér gekk mjög vel og starfa nú við hugbúnaðarþróun, eins og ekkert sé eðlilegra (það er fullkomlega eðlilegt) #stelpurforrita
— elísabet (@jtebasile) March 21, 2019
Þegar ég tók forritunaráfanga í menntó leið mér ekkert eins og ég gæti ekki forritað. Ég var hinsvegar með brenglaðar hugmyndir um að ég væri "not like other girls" og sérstök fyrir það – ég gerði ráð fyrir að aðrar stelpur gætu ekki/hefðu ekki áhuga á að forrita #stelpurforrita
— Svava H Bjarnadóttir (@svavahb) March 21, 2019
Þegar ég var í menntó að skoða háskóladaga þá sagði ég vinkonunum að ég ætlaði á klósettið en skoðaði í staðinn tölvunarfræðibásinn á meðan enginn sæi til. Var hrædd um að þær myndu gera grín að mér því það væri skrítið að venjuleg stelpa eins og ég yrði forritari #stelpurforrita
— Kristín Tómasdóttir (@kristinfjolato) March 20, 2019
Einu sinni velti ég því fyrir mér hvort að tölvunarfræði væri eitthvað fyrir stelpur. Í dag er ég með https://t.co/Szv0rEzwQE. í tölvunarfræði og er í meistaranámi í bioinformatics og ég get staðfest það að stelpur kunna svo sannarlega að forrita. #stelpurforrita
— Steinunn Marta (@steinunnmf) March 20, 2019
Keypti tölvu í haust af eldri manni. Ég spurði hann um eitthvað basic (vinnsluminni eða e-ð álíka) og augun hans opnuðust upp á gátt og hann horfði á mig eins og ég væri Einstein. Það eru nefnilega ekki margar stelpur sem kunna á tölvur, sagði hann. Er þetta #stelpurforrita?
— Hjördís (@hjordissveinsd) March 20, 2019
Það líður varla sá dagur sem ég hugsa ekki um að hætta afþví að mér finnst ég kunna neitt #stelpurforrita
— Þorbjörg Snorrad (@tobbasn) March 20, 2019
Þegar ég valdi mér háskólanám datt mér ekki einu sinni í hug að skoða tölvunarfræði þó svo að vinir mínir væru að læra hana, hún var bara ekki fyrir mig og ég sá mig engan vegin passa inn. #stelpurforrita
— Kristjana Barðdal (@kristjanabb) March 20, 2019
Ég lærði tölvunarfræði af því ég vissi ekki hvað ég vildi verða og fékk 10 í eina forritunaráfanganum í framhaldsskóla.
Ég er búin að vinna við hugbúnaðargerð í 16 ár og ég er bara virkilega góð í því 💁🏻♀️ #stelpurforrita
— Kristín Gróa (@kgroa) March 21, 2019
Afhverju er talið sniðugt að láta konur ásaka sjálfar sig í #stelpurforrita dæmi? Eins og það sé ekki vel þekkt og landlægt að þetta umhverfi er 100% karlmiðað og kvenhatandi og það er aksjúallí þessum dudes þarna að kenna en ekki konunum fyrir að fatta ekki hve klárar þær eru
— Helga Lilja (@Hellil) March 21, 2019
Ég man hvað það jók sjálfstraustið mitt að sjá lengra komnar stelpur í náminu standa sig vel. Fyrirmyndir skipta máli #stelpurforrita
— Ásta Lára Magg (@asta_magg) March 21, 2019
ég á alveg mína brengluðu sögu af því hvers vegna ég taldi forritun ekki vera fyrir mig lengi vel. en nú er ég á annarri önn komin á fimmtugsaaldur og þetta er bara ekki svo galið #gamla #stelpurforrita
— Ásta Gísladóttir (@inannaisdead) March 21, 2019
forritun er bara fag, konur eru bara fólk #stelpurforrita
— elísabet (@jtebasile) March 21, 2019
Hélt fyrirlestur uppí vinnu um það sem ég er búin að vera að vinna í síðastliðið ár. Fékk að heyra frá vinkonu að samstarfsmaður hennar hefði bara verið með eitt að segja um fyrirlesturinn: Að ég bæri ákveðið orð fram vitlaust#stelpurforrita
— Sara (@sara_masdottir) March 20, 2019
https://twitter.com/valakr/status/1108693376868802561
Alltaf jafn skemmtilegt þegar ég útskýri eitthvað fyrir skólafélögum og þeir (yfirleitt þeir) verða hissa eða “impressed” að ég viti mikið um efnið. #stelpurforrita
— Hugrún Guðmunds (@hugrungud) March 19, 2019
Þegar þú segir fólki að þú hafir áhuga á öryggi tölvukerfa og fyrsta spurningin er “er það ekki erfitt?” #stelpurforrita
— Ásta Lára Magg (@asta_magg) March 19, 2019
Þegar ég byrjaði í tölvunarfræði þá strokaði ég út kóðann minn í prófum frekar en að skila inn einhverju sem var ekki fullkomið. #stelpurforrita
— Jóhanna Karen (@johannakarenb) March 19, 2019
Ég þorði ekki að viðurkenna að mér fannst tölvunarfræði skemmtileg fyrr en ég fékk hátt í prófi í tölvunarfræði áfanga í verkfræðinámi, þá loks þorði ég að skrá mig í tölvunarfræði 😅 #stelpurforrita
— Kristjana Barðdal (@kristjanabb) March 20, 2019