Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Húsnæðismarkaður gerir slæma stöðu verri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjör öryrkja hafa oftar en ekki setið eftir á meðan að kjör annarra hafa batnað. Ítarlega fréttaskýringu um málið er að finna lesa á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Samhliða því að greiðslur til öryrkja hafa ekki hækkað í samræmi við almenna launaþróun þá hefur átt sér stað þróun á íslenskum húsnæðismarkaði sem hefur reynst þessum hópi afar óhagstæð. Birtingarmyndir þess eru nokkrar. Til dæmis hefur leig­u­verð íbúð­­­ar­hús­næðis á höfuðborgarsvæðinu tvö­­fald­­ast á rúm­lega átta árum.

Á síð­­­­­ustu tveimur árum hefur það hækkað um meira en 30 pró­­­sent. Í könnun sem gerð var fyrir Íbúða­lána­­­sjóð í fyrra kom fram að þriðji hver leigjandi borgi meira en helm­ing af ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekjum sínum í leigu og fáir þeirra geta safnað sér sparifé vegna hás leigukostnaðar. Ein­ungis 14 pró­­­sent þeirra sem eru á leig­u­­­mark­aði vilja vera þar. Þeir sem eru líklegastir til að vera á leigumarkaði eru fólk í lágtekjuhópum, eins og t.d. öryrkjar.

Staðan er ekkert mikið betri á kaupendamarkaði. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði til að mynda um 105 prósent í krónum talið frá byrjun árs 2011 og fram í desember 2018, eða á átta árum. Það hefur gert það að verkum að til þess að kaupa sér fasteign þarf nú helmingi fleiri krónur í útborgun en áður, sem erfitt er að safna sér þegar tekjurnar duga vart fyrir framfærslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -