Laugardagur 18. janúar, 2025
1.2 C
Reykjavik

Sandra er nýr verkefnastjóri Íslenska byggingavettvangsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sandra Hlíf Ocares hefur verið ráðin verkefnastjóri Íslenska byggingavettvangsins sem er samstarfsvettvangur Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Framkvæmdasýslu ríkisins. Vettvanginum er ætlað að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins.

Sandra er eð BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og ML gráðu frá sama skóla. Sandra býr yfir víðtækri reynslu en áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik fasteignafélagi, yfirlögfræðingur Plain Vanilla og framkvæmdastjóri þjónustusviðs Alterna.

Þá var hún kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins fyr­ir síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Um árabil starfaði hún sem sjálfstætt starfandi lögmaður. Sandra hefur gegnt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum, hún var varaformaður stjórnar ÍV sjóða, í stjórn Icelandic Gaming Industry og er nú formaður tilnefningarnefndar VÍS auk þess sem hún situr í barnaverndarnefnd Reykjavíkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -