Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Áfallið fer ekkert frá þótt tíminn líði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiginmaður og barnsfaðir Önnu Ingólfsdóttur, Árni Margeirsson, lést af völdum krabbameins þrjátíu og níu ára gamall. Anna segir þurfa fleiri úrræði fyrir börn sem missa foreldri, en talið er að allt að 50 börn missi foreldri sitt á hverju ári á Íslandi.

„Það dúkka upp fréttir af því með reglulegu millibili, kannski á fimm ára fresti. En ekkert svo meir. Það eru engin sérstök úrræði til fyrir þessi börn. Væri ekki eðlilegt að foreldrar sem missa maka og börnin þeirra fái fría sálfræðiþjónustu í þrjú ár eða um þriggja ára skeið sem þau geta tekið þegar á þarf að halda, vegna þess að áfallið fer ekkert frá þótt tíminn líði. Það gæti breytt miklu fyrir marga.

„Ég tel að foreldrar séu verðmætasta fólkið á jörðinni. Greiðasti stuðningur við börn er í gegnum foreldra. Þess vegna þarf að hlúa að foreldrum og veita þeim stuðning.“

Bara sú vitneskja að vita að það er til stuðningur þarna úti af hálfu samfélagsins gæti haft góð áhrif. Foreldrar þurfa oft mikinn stuðning. Ég tel að foreldrar séu verðmætasta fólkið á jörðinni. Greiðasti stuðningur við börn er í gegnum foreldra. Þess vegna þarf að hlúa að foreldrum og veita þeim stuðning. Þeir sem missa maka og eru með börn í uppeldi eru berskjaldaðir. Fólk er oft í svo miklum sárum og sorg að það getur ekki staðið í því að leita og berjast. Það stendur oft aleitt og það er enginn sem grípur.

Ég mundi vilja sjá málaflokk frá ríkinu sem er helgaður stuðningi við ungt fólk sem missir maka og börn þeirra. Íslenskt samfélag getur gert betur. Við þurfum stefnu í þessum málum sem greiðir fyrir aðgangi þessara foreldra og barna þeirra að stuðningi. Við eigum fullt af góðu fólki og fagaðilum sem geta gert mikið ef fjármagn og meðvituð stefna er til staðar. Er þetta ekki bara áskorun til þeirra sem völdin hafa?“

Sjá viðtalið við Önnu í heild sinni.

Sjá líka: „ Þetta er ólæknandi sjúkdómur og ég vill að mínir nánustu geti rætt þetta“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -