Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Kynnti sig og lagði byssuna á borðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Mekkinosson flutti til Los Angeles árið 2008 og hóf nám í hljóðupptökustjórn. Í dag rekur hann sitt eigið hljóðupptökuver og vinnur nú með stærstu stjörnunum í tónlistargeiranum vestanhafs.

„Mér fannst bara voða lítið við að vera hérna, lítið til að hlakka til þannig að eitthvað varð maður að gera,“ segir Björn hreinskilinn um þá ákvörðun að taka stökkið og flytja til Los Angeles árið 2008. „Ég fór reyndar ekki strax til LA,“ flýtir hann sér að útskýra, „heldur byrjaði ég í Kanada og fór þaðan til Seattle. Svo færði ég mig yfir til LA og byrjaði í námi í hljóðupptökutækni við Cal-Arts í Santa Monica.“

Stuttu eftir nám stofnaði Björn fyrirtæki sitt, The Esenz Of Sound Inc. Í dag er hann sjálfstæður hljóðupptökustjóri sem hefur ekki aðeins starfað í nokkrum af bestu og stærstu stúdíóum heims heldur með mörgum af stærstu nöfnunum í tónlistarbransanum. Wu Tang Clan, Maroon 5, John Legend, Busta Rhymez og Juicy J og fleirum. Aðspurður hvernig sé að vinna með svona stjörnum segir hann að fyrir sig hafi það verið mjög merkilegt að vinna til dæmis með Wu-Tang Clan.

„Ég hlustaði mikið á þá í æsku og þegar ég fékk að hitta flesta þeirra og vinna með þeim þá fannst mér ég hafa afrekað mikið.“

„Einu sinni tók það svo langan tíma fyrir hann að ná í byssuna aftur að ég þurfti að gefa lögreglunni hana. Good times.“

Hann bætir við að honum þætti gaman að fá tækifæri til að vinna með hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers, hún hafi alltaf átt sérstakan stað hjá honum. „Ég hef reyndar hitt Antony og Flea og það var svolítið epískur dagur. Ég var að vinna með Steven Tyler kringum American Idol og þá mættu þeir kappar óvænt í kaffi. Sem var skemmtileg tilviljun.“

Eyðilagði gítarinn hjá Korn

Björn segir að ýmislegt áhugavert hafi komið upp á ferlinum og að kynnin við sumar stjörnurnar séu skrautleg, vægast sagt. „Ég get nefnt sem dæmi að í fyrsta skipti sem ég vann með rapparanum The Game,“ lýsir hann, „þá kynnti hann sig, horfði beint í augun á mér og tók út Glock byssu sem hann lagði á borðið alveg salla rólegur.“ Hann segir að rapparinn YG geri þetta alltaf líka og hafi gleymt byssunni sinni nokkrum sinnum. „Einu sinni tók það svo langan tíma fyrir hann að ná í byssuna aftur að ég þurfti að gefa lögreglunni hana. Good times.“

- Auglýsing -

Björn rifjar líka upp atvik þegar hann var fyrir skemmstu að vinna með hljómsveitinni Korn að nýjustu plötu þeirra í Paramount Studios. „Þeir voru þar í um þrjár vikur í „lock-out,“ sem þýðir að stúdíóið er þeirra og enginn getur notað það á meðan. Það þýðir líka að þeir skilja hljóðfærin sín eftir yfir nótt. Einn hljóðupptökumað-urinn sem var að vinna að öðru verkefni ákvað að hella sig fullan og fór svo aftur í vinnuna eftir barinn með vini sína, aðeins til að sýna sig. Eftir einhvern tíma hljóp eitthvað í manninn og hann brjálaðist í verinu sem Korn var með á leigu og eyðilagði gítarinn hans Munky. Það endaði með því að hann þurfti að borga fyrir „sessionið,“ gítarinn og biðjast afsökunar.“
Björn segist hafa séð upptöku af atvikinu og ætlaði varla að trúa eigin augum, þetta hafi verið svo rosalegt.

En hvernig skyldi venjulegur dagur vera? „Maður byrjar á því að fara í stúdíóið, setja upp það sem ég ætla að nota yfir daginn, hljóðnema og upptökuforrit. Þegar ég hef testað allt og fengið gott „sound“ er ég tilbúinn fyrir daginn. Þegar kúnninn kemur síðan inn tekur maður sér smá tíma í að kynnast aðeins áður en það er byrjað að taka upp,“ svarar hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -