Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

„Mest einmana hundur Bretlands“ kominn með framtíðarheimili

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hundurinn Hector, sem hefur verið kallaður „mest einmana hundur Bretlands“ er loksins kominn með framtíðarheimili.

Hector er tveggja ára en hann hefur varið meirihluta ævi sinnar í dýraathvarfinu Little Valley Í Devon á Englandi eftir að hafa verið bjargað frá fyrstu eigendum sínum vegna vanrækslu þegar hann var hvolpur. Þessu er sagt frá á vef BBC.

Þegar Hector hafði varið 500 dögum á Little Valley var ákveðið að setja af stað litla herferð í von um að einhver vildi taka hann að sér til frambúðar. Ekkert dýr hefur verið eins lengi hjá Littla Valley.

Starfsfólk Littla Valley kallaði Hector „mest einmana hund Bretlands“ í auglýsingum og það hefur greinilega hreyft við fólki því fjöldi fólks sótti um að taka Hector að sér.

„Við gætum ekki verið ánægðari fyrir hans hönd. Við getum ekki hætt að brosa,“ sagði í yfirlýsingu frá Little Valley eftir að Hector var kominn til nýju fjölskyldunnar sinnar.

 

Mynd / RSPCA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -