Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Formaður skipaður til fimm ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frumvarp um þjóðarsjóð, sem ávaxtar ávinning íslenska ríkisins af orkuauðlindum, er komið fram og í meðferð á þingi.

Stjórn þjóðarsjóðsins skal skipuð innan tveggja mánaða frá gildistöku laganna um sjóðinn, að því er segir í frumvarpinu. Af þeim stjórnarmönnum sem tilnefndir eru af Alþingi skal einn skipaður til eins árs, annar til tveggja ára og þriðji til þriggja ára. Sá stjórnarmaður sem tilnefndur er af forsætisráðherra skal skipaður til þriggja ára og stjórnarformaður til fimm ára. Stjórn sjóðsins þarf því að vera skipuð fimm einstaklingum.

Í frumvarpi um sjóðinn segir að stjórnarmenn skuli búa yfir menntun, sérfræðiþekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stjórnarsetu tilhlýðilega og skal þar einkum horft til reynslu og þekkingar á fjármálamarkaði og hagfræði. Þrír stjórnarmenn skulu tilnefndir af Alþingi, einn af forsætisráðherra og skipar ráðherra formann stjórnar án tilnefningar. Formaður skal skipaður til fimm ára en aðrir til þriggja ára í senn. Ekki er heimilt að skipa sama mann til setu í stjórninni oftar en tvisvar í röð. Hverfi stjórnarmaður úr stjórn áður en skipunartíma hans lýkur skal nýr stjórnarmaður skipaður í hans stað til loka skipunartímabilsins.

Þegar fram í sækir, gæti þessi staða orðið ein mesta ábyrgðarstaðan í íslenskri stjórnsýslu, enda bendir margt til þess að arðgreiðslur af rekstri Landsvirkjunar vegna raforkusölu, geti orðið 10 til 20 milljarðar á ári, innan ekki svo langs tíma. Alveg frá upphafi verður sjóðurinn því nokkuð stór í sniðum, á íslenskan mælikvarða.

Mynd / Landsvirkjun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -