Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Fótboltamaður á flótta frá gjörðum sínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reynt er að hafa uppi á knattspyrnumanninum Zeze Lago Anderson sem spilaði með Vestra, sameiginlegu liði Ísafjarðar og Bolungarvíkur, sumarið 2016. Er þess krafist að hann gangist við faðerni tveggja ára barns sem hann hefur ekkert viljað með hafa, en barnsmóðir hans hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra þess efnis.

Zeze, sem er 29 ára gamall og kemur frá Fílabeinsströndinni, gekk til liðs við Vestra fyrir tímabilið 2016 þar sem hann lék 21 leik og skoraði þrjú mörk. Var hann einn af átta erlendum leikmönnum sem léku með liðinu það tímabilið.

Í stefnunni, sem birt er í Lögbirtingarblaðinu, segir að Zeze og barnsmóðir hans hafi stundað kynlíf í eitt skipti sumarið 2016. Hún varð ófrísk og tilkynnti hún Zeze það þegar hún var gengin 6-7 vikur. Zeze brást hins vegar illa við og lokaði á öll samskipti við konuna.

Barnið fæddist snemma árs 2017 og er það ekki fyrr en tæpu ári síðar sem barnsmóðirin reynir að hafa aftur samband við hann og sendir honum mynd af barninu í gegnum Facebook. Zeze svaraði ekki skilaboðunum en „blokkaði“ hana þess í stað. Tilraunir til að hafa samband við hann í gegnum Instragram reyndust einnig árangurslausar. Í apríl leggur hún svo inn beiðni hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra um faðernisviðurkenningu og meðlag en þar sem Zeze svaraði engu kalli var málið fellt niður. Átti barnsmóðirin ekki annan kost en að leita til dómstóla.

Í stefnunni er jafnframt rakið að ítrekaðar tilraunir til að reyna að hafa uppi á Zeze hafa ekki borið árangur. Talið er að hann búi í Frakklandi þar sem hann bjó áður en hann kom til Íslands að spila fótbolta. Formaður knattspyrnudeildar Vestra veit ekki hvar hann er niðurkominn og eftirgrennslan lögreglunnar í París hefur engu skilað, þótt svo virðist sem kvittað hafi verið fyrir móttöku gagna sem sýslumennsembættið sendi á síðasta þekkta heimilisfang hans.

Þá hefur verið óskað eftir aðstoð frá Sendiráði Frakklands á Íslandi og sendiráði Fílabeinsstrandarinnar í Frakklandi án árangurs. Þar sem ekki er vitað um heimilisfang Zeze í Frakklandi hafa frönsk stjórnvöld ekki úrræði til að birta honum stefnu þar í landi.

Þegar Zeze kom til Íslands hélt hann því fram að hann væri með franskt ríkisfang. Síðar kom í ljós að svo var ekki og var hann þess vegna aldrei skráður með íslenska kennitölu né undir nafni hjá Þjóðskrá Íslands.  Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt.com hefur Zeze einnig spilað með liðum í Tékklandi og Spáni en litlum sögum fer af frammistöðu hans í vellinum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -