Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Gamlir menn með ómissandi skoðanir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva H. Baldursdóttir skrifar um afl gamla hvíta mannsins í pólitík í sínum nýjasta pistli.

Eva H. Baldursdóttir.

„Ætlar tími gamla hvíta mannsins sem ráðandi afls í pólítík aldrei að taka enda?“ hugsaði ég og japlaði á kanilsnúð, horfandi á ríkissjónvarpið á internetinu hinum megin við Atlantshafið þegar ég sá að Jón Baldvin var orðinn aðal ráðgjafi þjóðarinnar í málum tengdum þriðja orkupakkanum,“ skrifar Eva í sinn nýjasta pistil.

Pistilinn skrifar hún meðal annars í tilefni umræðunnar í kringum Jón Baldvin Hannibalson.

„[Ég] fann fyrir pirringi vegna þeirra upplifunar minnar að þeir sem stýra ýmis konar óttablöndnum pólitískum áróðri á Íslandi eru gamlir – nota bene ekki einu sinni miðaldra – menn sem sinntu einhvers konar hlutverki er tengist íslenskri pólitík fyrir áratugum síðan. Þessi pistill var til dæmis skrifaður áður en Jón Baldvin fékk sinn tíma í Silfrinu um helgina, en aðallega vegna þess að fyrir nokkrum mánuðum hafði hann fengið drottningarviðtal í sama þætti um þriðja orkupakkann og fengið að fabúlera frjálst þar. Mikið var um fullyrðingar sem hann var ekki beðinn um að færa sönnur eða rök fyrir,“ skrifar Eva sem steig sín fyrstu skref í pólitík árið 2010. Eva rifjar upp hvernig nokkrir fyrrverandi stjórnmálamenn hafi þá verið fyrirferðamiklir í ýmsum umræðum. „Níu árum seinna eru þessi nöfn það enn.“

„Haldið þið að Jón Baldvin eða gamli maðurinn í Valhöll búi yfir mestu efnislegu þekkingunni á hvað felist raunverulega í þriðja orkupakkanum?,“ skrifar Eva.

Er það testósterón sem veldur því að það er svona erfitt að stimpla sig út og sleppa tökunum?

„Þá hefur maður á tilfinningunni að gamli maðurinn ráði býsna miklu bak við tjöldin, þó höfundur átti sig ekki á því hvort það séu getgátur eður ei. Því hefur oft verið fleytt að Steingrímur J. og Svavar Gestsson séu t.d. hugmyndasmiðir nýrrar ríkistjórnar. Það kann að vera en á sama tíma gera slíkar getgátur lítið úr formanni Vinstri Grænna, sem er jú fremur ung kona en reynslumikil. Að sama skapi virðist gamla konan ekki vera eins fyrirferðarmikil, hvar eru þær? Lögmálið virðist að mestu eiga við um karlmenn þegar horft er yfir pólitíska landslagið. Er það testósterón sem veldur því að það er svona erfitt að stimpla sig út og sleppa tökunum? Er egóið einfaldlega sterkara í karlmönnum eða viljinn til að halda í mikilvægi sitt? Sjálfsmyndina sem mörkuð af því að þeir hafi tilgang og vettvang,“ spyr Eva.

Pistil hennar má lesa í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -