- Auglýsing -
James McDaniel varð fyrir kynferðisofbeldi á stúdentagörðum Háskóla Íslands eftir hrekkjavökupartí haustið 2016. Árásaraðilinn var kvenkynsnemandi við Háskólann. James er einn þeirra þriggja manna sem sögðu sögu sína í viðtali við Mannlíf á föstudaginn.
Þar greinir hann frá að það hafi tekið langan tíma að koma málinu í ferli innan Háskóla Íslands.
Málið var skoðað af Fagráði Háskóla Íslands, sem tekur á kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi, en niðurstaðan var sú að málinu var vísað frá á þeim forsendum að James hefði hvorki verið starfsmaður né nemandi Háskólans þegar meint brot átti sér stað.
James upplifði þessa niðurstöðu sem annað áfall sem varð til þess að hann hætti námi sínu við Háskólann.
Viðtalið við James má lesa í fullri lengd hérna.