Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Fimm leiðir til að láta ferilskrána þína vekja athygli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er nauðsynlegt að vanda til verka þegar sótt er um draumastarfið og flott ferilskrá spilar þá afar stórt hlutverk að sögn hönnuðarins Birgittu Rúnar Sveinbjörnsdóttur.

Hönnuðurinn Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir hjá Bold CV segir afar mikilvægt að hafa góða og fallega ferilskrá þegar sótt er um draumastarfið. Hjá Bold CV sérhæfir Birgitta sig í að hjálpa fólki að gera vandaðar ferilskrár sem skera sig úr öðrum ferilskrám í umsóknarferlinu.

„Með eftirtektaverðri ferilskrá eykur fólk líkurnar á að fá atvinnuviðtal,“ segir hún.

„Ferilskráin er „first impression“ af þér sem mögulegum starfsmanni. Flott framsetning sem sker sig úr sýnir fyrst og fremst metnað fyrir að vilja koma vel fram en einnig ákveðið hugrekki í að þora að vera aðeins öðruvísi en aðrir,“ segir Birgitta.

Ég hef fengið reynslumikið og flott fólk til mín sem hefur verið að leita að starfi lengi en sáu svo að það var eitthvað ekki að virka.

„Þó að reynslan skipti mestu máli þá getur flott útlit og góð framsetning gert ákveðna reynslu meira áberandi en aðra. Ég hef fengið reynslumikið og flott fólk til mín sem hefur verið að leita að starfi lengi en sáu svo að það var eitthvað ekki að virka. Með öðruvísi ferilskrá sem skar sig úr meðal annarra urðu atvinnuviðtölin mun fleiri.“

Birgitta mælir með að fólk stígi út fyrir kassann þegar kemur að atvinnuumsóknum.

„Ferilskrár eru enn þann dag í dag mjög staðlaðar og útlitið í takt við það. En margt fólk er þó að átta sig á öðrum möguleikum og þorir að „branda“ sjálfan sig almennilega.“

- Auglýsing -

Meðfylgjandi eru fimm ráð frá Birgittu um hvernig hægt er að tryggja að ferilskráin þín veki athygli.

Gerðu reynsluna myndræna ef hægt er

Sýndu reynslu í einhvers konar stjörnugjöf eða prósentugjöf. Hversu fær ertu í tölvuforritum á skalanum 1 – 5 sem dæmi?

Notaðu punkta í staðinn fyrir samfelldan texta

- Auglýsing -

Atvinnuveitandinn skimar yfir ferilskrána og er fljótari að fara yfir hana ef hún er skýr og með stuttum setningum.

Notaðu liti og form

Litir geta gefið vinnuveitandanum ákveðna tilfinningu. Ferilskráin verður eftirminnilegri fyrir vikið og oft skemmtilegri yfirlestrar.

Reyndu að halda þig við eina blaðsíðu

Hægt er að skipta einni blaðsíðu upp í nokkra hluta þannig að margra ára reynsla komist fyrir en fái að njóta sín á sama tíma.

Hafðu starfstitilinn sýnilegan

Starfstitillinn skiptir oft meira máli en fyrirtækið sem þú vannst hjá. Vinnuveitandinn vill fá að vita hvaða ábyrgð þú hafðir og hvaða hindrunum þú sigraðist á sem starfsmaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -