Í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun sagði Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, frá því hvernig faðir hennar misnotaði stöðu sína sem sendiherra til að fá hana nauðungarvistaða á geðdeild.
Í viðtalinu sagði Aldís frá því hvernig lögregla braust inn á heimili hennar árið 1992 og fór með hana í handjárnum upp á geðdeild. Þetta gerist í kjölfar þess að Aldís tjáir sig í fyrsta sinn við föður sinn um þau kynferðisbrot sem hann beitti hana. Hún tilkynnti honum að hún ætlaði að kæra hann.
„Fimm sinnum á næstu 10 árum kastast í kekki á milli mín og Jóns Baldvins,“ sagði Aldís og bætti við að þeim skiptum hafi alltaf lokið með því að hún var handtekin.
Ljóst er að viðtalið við Aldísi hreyfði við fólki í morgun og hafa nokkrar umræður skapast á samfélagsmiðlum í dag.
Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni á hérna.
Það er hetja að tala núna í morgun útvarpinu
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) January 17, 2019
Rosalegt viðtal við Aldísi Schram í morgunútvarpinu.
Hvað þessi padda er búinn að eyðileggja mörg líf.— Gaukur (@gaukuru) January 17, 2019
Viðtal við Aldísi dóttur Jóns Baldvins í morgunútvarpinu á #ras2 lýsir svakalega vel hversu siðlaus og lasinn maður Jón Baldvin er #viðbjóður
— Sigurður Einar Traustason (@siggieinar) January 17, 2019
Þetta viðtal við Aldísi Schram í Morgunútvarpinu er svakalegt. Djöfulsins viðurstyggð er Jón Baldvin Hannibalsson.
— Björn Kristjánsson (@bjossiborko) January 17, 2019
Hvað þarf að gerast til að það verði gerð rannsókn á þeim geðlæknum og lögreglumönnum sem tóku þátt í ofbeldinu og nauðungarvistunum sem Aldís Schram þurfti að þola? Þetta er ítrekað og kerfisbundið ofbeldi sem margar stofnanir tóku þátt í.
— Elísabet Ýr – hættuleg samfélaginu (@Nethetjan) January 17, 2019
Sú staðreynd að Aldís Schram var nauðungarvistuð á geðdeild, oft, bara útaf því að ofbeldisfólkið í fjölskyldu hennar vildi þagga niður í henni er svo yfirþyrmandi ógeðslegt. Kerfið tók beinan þátt í ofbeldinu.
— Elísabet Ýr – hættuleg samfélaginu (@Nethetjan) January 17, 2019
Mynd / Skjáskot af Rúv