Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur tilkynnt um þá 16 leikmenn sem keppa munu á heimsmeistaramótinu í Danmörku og Þýskalandi.
Guðmundur tilkynnti hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Alvogen.
Guðmundur færði þjóðinni slæm tíðindi því leikja- og markahæsti leikmaður liðsins, fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, verður ekki í hópnum vegna meiðsla. Þetta kom í ljós rétt fyrir blaðamannafundinn. Hann útilokar þó ekki að Guðjón Valur komi inn á seinni stigum mótsins en Guðmundi er frjálst að gera þrjár breytingar á liðinu á meðan mótinu stendur. Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er sömuleiðis meiddur og verður ekki með.
Aron Pálmarsson verður fyrirliði liðsins í stað Guðjóns Vals.
Á fundinum sagði Guðmundur að miklar breytingar væru að eiga sér stað í íslenska liðinu um þessar mundir, liðið sé ungt að árum og væntingarnar í samræmi við það. Vissulega sé skellur að einn besti hornamaður heims geti ekki verið með liðinu en sem betur fer eigi Íslendingar tvo frábæra hornamenn til að fylla hans skarð.
Mótið hefst á fimmtudaginn en íslenska liðið hefur leik gegn gríðarsterku liði Króatíu á föstudaginn. Síðan mætum við Spáni, Barein, Japan og Makedóníu.
Hópinn skipa:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Skjern
Ágúst Elí Björgvinsson, Savehof
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin
Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick Szeged
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Sigvaldi Guðjónsson, Elverum
Vinstri skyttur:
Aron Pálmarsson, Barcelona
Ólafur Guðmundsson, Kristianstad
Hægri skyttur:
Ómar Ingi Magnússon, Aalborg
Teitur Örn Einarsson, Kristianstad
Leikstjórnendur:
Elvar Örn Jónsson, Selfossi
Gísli Þorgeir Kristánsson, Kiel
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad
Ýmir Örn Gíslason, Val
Varnarmenn:
Ólafur Gústafsson, Kolding
Daníel Þór Ingason, Haukum
17 maður:
Haukur Þrastarson, Selfossi