Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Nýtum tækifærin með samstöðu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð­herra Íslands

Við minntumst hundrað ára afmæl­is Íslands sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis á árinu sem var að líða. Saga fullveldisins er þroskasaga samfélags þar sem innviðir byggðust upp í stökk­um. Ísland umbreyttist úr hefðbundnu bændasamfélagi í þroskað nútíma samfélag í kjölfar seinni heimsstyrjaldar.

Eins tóku Íslendingar stökkið frá því að vera hefðbundið veiðimanna­ samfélag sem fiskaði á meðan fisk var að fá og eyddi öllum skógum í landinu leifturhratt yfir í að vera sam­félag sem æ meir byggir á hugviti, vísindum og rannsóknum og þar sem grundvöllur lífsgæðanna er að stýra auðlindum í sátt við umhverfi og samfélag.

Íslenskt samfélag stendur á ákveðn­um tímamótum þegar kemur að uppbyggingu efnahagslífs og er að sumu leyti fyrirmynd á alþjóðavísu. Þegar kemur að mælikvörðum sem mæla hagsæld skipar Ísland sér yfirleitt í fremstu röð þjóða; hvort sem sjónum er beint að lýðheilsu, friði, aðgengi að menntun, þátttöku kvenna á atvinnumarkaði, umhverfis gæð um, aðgengi að fjarskiptum, tekjujöfnuði og fleiri þáttum sem snúa að jafnvægi efnahags, samfélags og umhverfis.

Okkar góða staða breytir því ekki að áskoranir íslensks samfélags á nýrri öld eru miklar. Fyrstu aðgerðir til að takast á við loftslagsbreytingar af manna völdum voru kynntar í loftslagsáætlun stjórnvalda í haust. Orkuskipti í samgöngum og aukin kolefnisbinding með landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis eru megináherslurnar í þessari fyrstu loftslagsáætlun stjórnvalda.

Tæknibreytingar eru einnig risavaxin áskorun þar sem við stöndum frammi fyrir gerbreytingum á vinnumarkaði, menntakerfi, samfélagi og stjórn­málum. Stjórnvöld fólu sérfræðinga­hópi að vinna greiningu á þessum áskorunum en sú greining verður kynnt snemma á nýju ári. Í fram­haldinu verður ráðist í vinnu á vegum Vísinda­ og tækniráðs, framtíðarnefndar Alþingis og með aðilum vinnumarkaðarins til að íslenskt samfélag verði sem best undirbúið fyrir nýjan veruleika. Það felast líka miklar áskoranir og tækifæri í því að skapa varanlega sátt á vinnumarkaði.

Þannig hafa stjórnvöld til að mynda sjaldan átt jafn reglulegt samráð með aðilum vinnu­markaðarins sem hefur nú þegar skilað raunverulegum breytingum. Áhersla verkalýðshreyfingarinnar á öflugra barnabótakerfi hefur skilað sér í því að á nýju ári munu ríflega 2.200 fleiri einstaklingar njóta barnabóta en gerðu á síðasta ári og barnabætur hækka þannig að tekjulágt einstætt foreldri fær sem dæmi rúmlega hundrað þúsund krónum meira í barnabætur á næsta ári.

- Auglýsing -

Þá hefur virk barátta verkalýðshreyfingarin ar leitt af sér sterkari ábyrgðarsjóð launa og atvinnuleysistryggingasjóð og breytt launafyrirkomulag æðstu embættismanna. Einnig hefur samtal stjórn­valda og atvinnurekenda skilað sér í lækkun tryggingagjalds sem gagnast ekki síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við eigum að halda áfram að byggja upp öflugt velferðar­samfélag og atvinnulíf í sátt við umhverfið. Við eigum að vinna áfram saman að samfélagslegum umbótum sem miða að því að bæta lífskjör allra landsmanna en þó mest þeirra sem lakast standa. Það gerist þó aðeins ef við erum reiðubúin að berjast fyrir okkar málum en líka að tala saman, miðla málum og ná þannig raunverulegum árangri.

Við höfum öll tækifæri til þess á nýju ári með hækkandi sól.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -